Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 803 svör fundust

Er einhver þjóðtrú tengd spóanum?

Í íslenskri þjóðtrú má víða rekast á spóann, nær eingöngu þó sem veðurvita. Er hann gjarnan talinn allra fugla vitrastur og því gott að treysta orðum hans. Þegar spóinn hringvellir boðar hann að allar vetrarhörkur séu á enda, er mál hinna gömlu og vitru. Eða eins og kemur fram í vísunni um hann og tvo aðra spá...

Nánar

Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?

Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Árið 1969 lentu tveir af þremur geimförum Appollo 11 á tunglinu, þeir Neil Alden Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Síðar sama ár voru það Charles Conrad yngri og Al...

Nánar

Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað og hvert leituðu þeir þegar minna var um tré á fyrri hluta síðustu aldar?Náttstaðir spörfugla eru eins misjafnir og tegundirnar eru margar. Sumir fuglar safnast saman í hópa til að sofa, á meðan aðrir velja sér náttstað þar sem þeir eru...

Nánar

Hvers lenskur var Tarzan og hvar gerast ævintýrin um hann?

John Clayton, sem við flest þekkjum undir nafninu Tarzan, er enskur greifi kenndur við Graystoke. Eftir að hann missti foreldra sína barnungur ólst hann upp meðal apa af óræðri tegund í skógum Afríku. Enginn veit nákvæmlega í hvaða landi foreldrar hans voru skilin eftir af uppreisnarmönnum sem tóku yfir skip þeirr...

Nánar

Hvers vegna fóru Monet og Renoir að mála í impressjónískum stíl?

Mikil gróska var í málaralist í Frakklandi um miðja nítjándu öld. Hin árlega sýning Le Salon í París var helsti sölumarkaðurinn fyrir listaverk. Forsenda þess að ná frægð og frama sem listamaður var að koma myndum að á þessari sýningu. Það er til marks um mikilvægi sýningarinnar að þeir listamenn sem var neitað um...

Nánar

Hvað er sjónblekking?

Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...

Nánar

Hvað éta refir, éta þeir til dæmis krumma?

Fæðuval refa er mjög breytilegt bæði eftir tegundum og búsvæðum. Dr. Páll Hersteinsson prófessor við Háskóla Íslands hefur gert viðamiklar rannsóknir á íslenska refnum eða melrakkanum (Alopex lagopus) og þá meðal annars skoðað fæðuvistfræði hans. Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á sýnum sem safnað var á áru...

Nánar

Af hverju er krummi að stríða mömmu?

Öll spurningin hljóðaði svona: Við höfum séð að krummi hefur stundum verið að stríða fólki og dýrum t.d. mömmu, hestum, heimalningum og hundum. Af hverju gerir hann þetta? Leikir dýra, sérstaklega ungviðis, eru gjarnan æfing fyrir það sem tekur við í lífsbaráttunni á fullorðinsárunum. Leikirnir hafa því ák...

Nánar

Er illu best aflokið?

Það er margt sem bendir til þess að illu sé einmitt best aflokið. Eins og til dæmis að skrifa loksins þetta svar fyrir Vísindavefinn við spurningu sem barst vefnum fyrir löngu. Nokkur sannindi virðast yfirleitt felast í málsháttum. Sykurvíma páskaeggjaneyslu gæti vissulega spilað inn í sannfæringarkraft þeirra en ...

Nánar

Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?

Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er sagt frá skollaleik sem einnig var kallaður blindingsleikur þar sem bundið var fyrir augun á þeim sem var skollinn. Leikurinn hefur sennilegast borist hingað frá Danmörku þar sem hann er kallaður blindebuk (‘blindi hafur’). Jón giskar á að klukk sé le...

Nánar

Hver er ástæðan fyrir þessum björtu sumarnóttum hér á Íslandi?

Snúningsmöndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar heldur hallar hann um 23,5° frá lóðréttu. Þessi möndulhalli jarðar er það sem veldur árstíðaskiptum. Ef möndullinn hallaði ekki væru engar breytingar á hitastigi og birtu milli árstíða og sólin væri alltaf á lofti hálfan sólarhringinn alls staðar í h...

Nánar

Hver gaf Íslandi það nafn?

Ísland hefur gengið undir nokkrum nöfnum. Í fornöld, líklega einhvern tíma á árunum 330 til 320 f. Kr., sigldi gríski landkönnuður Pýþeas frá Massalíu og norður til Bretlandseyja. Í heimildum kemur fram að eftir að hann kom þangað hafi hann siglt í sex daga í norður og komið þá að landi sem var umlukið hafís. Nefn...

Nánar

Fleiri niðurstöður